Í framleiðsluna á CLIPSO eru eingöngu notuð umhverfisvæn efni. Framleiðsluferlið krefst lítillar orku og er í alla staði lítið mengandi. Það litla sem að fellur til af úrgangsvatni við framleiðslu er að fullu endurnýtt.
Varan er létt og tekur lítið rúmmál í flutningi, því er flutningstengdur orkukostnaður lítill og CO2 útblæstri haldið í lágmarki. Umbúðirnar eru að fullu endurvinnanlegar og því eru áhrif CLIPSO á umhverfið afskaplega lítil.
Þar sem að klæðningin er kaldstrekkt er engin þörf á að hita upp rýmið eins og með aðrar svipaðar lausnir. Uppsetningin skilur mjög lítið eftir sig í náttúrunni í formi úrgangs og er þetta því sérstaklega umhversvæn lausn á alla vegu.
Vörurnar eru ætlaðar til að vera mjög langlífar og því er lítil þörf á endurnýjun. Vörurnar frá CLIPSO innihalda engin krabbameinsvaldandi efni (CMR) og gefa ekki frá sér neinar eitraðar gufur (VOC). Vegna þessa hefur CLIPSO fengið Oeko-Tex 100 umhversstimpil og A+ orkuvottun á allar sínar vörur.
Allar vörur frá Clipso sem og umbúðir utan af þeim eru að fullu endurvinnanlegar.