Tæknilegar upplýsingar

 • Myglu og bakteríudrepandi húðun (495DAB)
 • Brunaflokkun: B-s1, d0
 • Framleitt í Frakklandi, ISO 9001 vottað, CE vottað
 • Umhverfisvæn lausn sem inniheldur ekki PVC
 • Tekur ekki í sig stöðurafmagn (dregur ekki í sig ryk)
 • Hægt að klæða í kring um raf- og hitaveitulagnir
 • Hægt að strekkja í hvaða form sem er, tvívíð og þrívíð
 • Klæðir bæði veggi og loft
 • Hefur 10 ára ábyrgð (springur ekki og gulnar ekki)
 • Hægt að mála
 • Rykfrí uppsetning
 • Lyktarfrí uppsetning ( ekkert spartl eða málning)
 • Samskeytalaust loft allt upp í 5,1 x 50 metrar
 • Hægt að þrífa
 • Torséð samskeyti ef að skeyta þarf dúknum saman

CLIPSO er…

CLIPSO er eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem að framleiðir dúkloft til að fá A+ orkuvottun á klæðningar sínar. Síðan 1. Janúar 2012 er orðið skylda fyrir framleiðendur innan ESB að merkja vörur sínar með orkuvottun og er þetta hæsta mögulega einkunn í lofta- og veggkerfum sem að gefin er.

Í framleiðsluna á CLIPSO eru eingöngu notuð umhverfisvæn efni. Framleiðsluferlið krefst lítillar orku og er í alla staði lítið mengandi. Það litla sem að fellur til af úrgangsvatni við framleiðslu er að fullu endurnýtt.


Varan er létt og tekur lítið rúmmál í flutningi, því er flutningstengdur orkukostnaður lítill og CO2 útblæstri haldið í lágmarki. Umbúðirnar eru að fullu endurvinnanlegar og því eru áhrif CLIPSO á umhverfið afskaplega lítil.


Þar sem að klæðningin er kaldstrekkt er engin þörf á að hita upp rýmið eins og með aðrar svipaðar lausnir. Uppsetningin skilur mjög lítið eftir sig í náttúrunni í formi úrgangs og er þetta því sérstaklega umhversvæn lausn á alla vegu.


Vörurnar eru ætlaðar til að vera mjög langlífar og því er lítil þörf á endurnýjun. Vörurnar frá CLIPSO innihalda engin krabbameinsvaldandi efni (CMR) og gefa ekki frá sér neinar eitraðar gufur (VOC). Vegna þessa hefur CLIPSO fengið Oeko-Tex 100 umhversstimpil og A+ orkuvottun á allar sínar vörur.


Allar vörur frá Clipso sem og umbúðir utan af þeim eru að fullu endurvinnanlegar.